30.03.2016Reglur um lágmark mjólkur sem sótt er og söfnunartíðni
Stjórn Auðhumlu svf. hefur á fundi sínum 30. mars 2016 tekið til endurskoðunar áður útgefnar reglur um lágmark mjólkur sem sótt er og söfnunartíðni.
Eftirfarandi reglur gilda um þetta:
1) Mjólk er sótt samkvæmt fyrirfram skipulögðu söfnunarfyrirkomulagi að hámarki 3svar í viku. Gildir frá 1. maí 2016.
2) Stjórn Auðhumlu svf. hefur ákveðið að mörk lágmarksmjólkur sem sótt er, skuli vera 200 ltr. eftir tvo daga og 300 ltr. eftir þrjá daga. Gildir frá 1. október 2016.