25.04.2016Fyrirmyndarbúið - gögn
Stefnt er að því að verkefnið um fyrirmyndarbúið taki gildi 1. janúar 2017.
Greitt verður fyrir mæld gildi hér eftir sem hingað til. Þá verður auka 2% gæðaálag á alla mjólk hafi framleiðandi staðist úttekt.
Vinnuhópur um þetta verkefni hefur nú mótað leiðbeinandi reglur fyrir úttekt mjólkureftirlitsins og sett hér fram í þremur skjölum.
Í fyrsta lagi er skjal sem inniheldur leiðbeinandi reglur fyrir úttektaraðila og hins vegar niðurstöðublað fyrir framleiðanda og vinnublað mjólkureftirlits.
Þessi skjöl eru sett hér fram til kynningar og ef framleiðendur vilja koma á framfæri athugasemdum má senda þær á
Jarle Reiersen, Verkefnastjóri/Dýralæknir netfangið er : jarle hja ms.is
Hér má finna niðurstöðublað til framleiðenda
Hér má finna vinnublað mjólkureftirlits
Hér má finna vinnuleiðbeiningar fyrir úttektaraðila.