27.10.2016Greiðsla fyrir mjólk umfram greiðslumark árið 2017
Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 27. október 2016 að fyrirkomulag á greiðslum fyrir umframmjólk 2017 verði óbreytt frá því sem nú er, en sérstakt innvigtunargjald verði hækkað í kr. 35.- á lítra frá 1. janúar 2017 sem svo endurskoðist mánaðarlega.
Í dag er greitt fullt verð fyrir alla mjólk m.ö.o. greitt eftir efnainnihaldi og gæðum. Frá 1. júlí 2016 var tekið upp sérstakt innvigtunargjald að fjárhæð kr. 20.- á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark. Frá 1. janúar verður áfram greitt fullt verð fyrir alla innlagða mjólk með tilliti til verðefna og gæða en sérstakt innvigtunargjald hækkar í kr. 35.- á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark. Þetta gjald verður endurskoðað mánaðarlega og getur hækkað eða lækkað eftir aðstæðum og því hvernig framleiðsla og sala þróast.
Ástæður fyrir sérstöku innivigtunargjaldi eru þær að Auðhumla er að greiða hærra verð til innleggjenda en fæst við sölu þessarar mjólkur.