17.12.2017Flutningsgjald frá 1. janúar 2018
Flutningsgjald vegna söfnunar mjólkur verður kr. 5.10 frá 1. janúar 2018. Flutningsgjald var síðast ákveðið fyrir tveimur árum og hefur verið kr. 4.70 en vegna kjarasamningsbundinna hækkana og upptöku grænna skatta s.s. kolefnisgjalds hefur kostnaður aukist. Stjórn Auðhumlu svf. ákvað því á fundi sínum þann 15. desember 2017 að hækka flutningsgjaldið um kr. 0.40 frá 1. janúar 2018 að telja.