02.03.2018Hækkun á sérstöku innvigtunargjaldi á umframmjólk frá 1. apríl 2018
Mjólkurframleiðslan hefur verið nokkuð meiri nú í byrjun árs en 2015 og 2016. Í því ljósi ákvað stjórn Auðhumlu á fundi sínum 28. febrúar 2018 að sérstakt gjald á umframmjólk verði hækkað í kr. 52.- frá 1. apríl 2018.