28.01.2019Greiðslur fyrir umframmjólk
Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 25. janúar 2019 að afurðastöðvaverð fyrir umframmjólk verði kr. 29.- á hvern innlagðan líter og taki gildi frá 1. mars 2019.
Miðað við þetta verð kr. 29.- pr. ltr. verður síðan reiknað gæðaálag, fyrirmyndarbúsálag, verðfellingar og efnainnihald.
Þetta er lágmarksverð og verður endurskoðað um mitt ár ef forsendur hafa breyst að einhverju marki.
Uppbætur verða svo greiddar, ef tilefni gefur til, eftir að lokauppgjör ársins hefur farið fram.