27.03.2020Bílstjórar - einnota hanskar
Ágætu framleiðendur,
Margar ágætar ábendingar hafa borist í sambandi við einnota hanska sem bílstjórar nota og hugleiðingar um hvort rétt sé að skilja þá eftir og þá innan- eða utandyra. Eða jafnvel að bílstjórar taki þá með í sérstökum pokum.
Eftir skoðun þá er það niðurstaða okkar að best sé að bílstjórar skilji hanskana eftir á staðnum og að til staðar væri ílát eða poki utan við mjólkurhúsið til að taka við hönskunum.
Ef ekki er ílát til staðar utandyra mun bílstjórinn skilja útihurð mjólkurhúss eftir opna, til að komast hjá snertingu er hann gengur út. Það er brýnt og okkur öllum til góðs að ílát séu til staðar eins og óskað er eftir utandyra og biðjum við ykkur öll um gott samstarf til að þetta geti gengið sem best fyrir sig.
Með þessu móti væri slitið á smitleiðir. Ef smit er fyrir á bænum verður það ekki borið lengra.
Við biðjum ykkur því að koma upp íláti eða poka (og tryggja að það fjúki ekki) utan við dyr að mjólkurhúsinu.
Við hlustum á allar ábendingar um það sem betur má fara í þessum aðstæðum og þökkum fram komnar ábendingar.
Bkv.
Garðar Eiríksson, framkvæmdastjóri