14.05.2020Sýnatökur - Góðar fréttir
Ágætu mjólkurframleiðendur,
Við sendum ykkur kveðjur góðar og tilkynnum um, að frá og með næsta mánudegi, þann 18. maí, verður aftur tekið á móti sýnakössum fyrir kýrsýni, frumu-, gerla- og fangsýni, sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir.
Gerðar eru kröfur um að vandað sé til verka og gætt ítrasta hreinlætis í meðferð sýnatökukassa og sýnatökuglasa.
Það er í allra þágu að gengið sé vel um kassana og glösin, og smitleiðir þannig lágmarkaðar.
Hafið hugfast að við erum öll almannavarnir.
Hafið samband við gæðaráðgjafa ef eitthvað er óljóst.
Með góðri kveðju,
Garðar Eiríksson framkvæmdastjóri