17.01.2008Óbreytt verð fyrir mjólkurflutninga til 1. júlí 2008!
Búið er að taka ákvörðun um að gjaldtaka fyrir mjólkurflutninga verði 2,05 kr/l og er gert ráð fyrir að verðið verði endurskoðað fyrir 1. júlí næstkomandi. Það er stefna Auðhumlu að taka yfir kostnað vegna mjólkurflutninga eftir því sem efni og aðstæður leyfa.
Raunkostnaður mjólkurflutninga á árinu 2007 er áætlaður 2,89 kr/l þannig að niðurgreiðslan á síðasta ári nam 79 aurum á lítra eða samtals 90 milljónum króna. Við gerum ráð fyrir að niðurgreiðslan á þessu ári verði að lágmarki 88 aurar sem svarar þá til 103 milljóna króna niðurgreiðslu og hækkar þannig um 13 milljónir króna á milli ára.
Niðurgreiðsla á mjólkurflutningum er auðvitað ekkert annað en arðgreiðsla til félagsmanna Auðhumlu.