31.01.2008LGG+ jógúrt - ný bragðtegund
LGG+ jógúrt kom fyrst á markað í apríl 2007 og varð strax mjög vinsæl hjá neytendum. LGG+ jógúrt er fitusnauð, bragðgóð máltíð og er án viðbætts sykurs.
LGG+ hefur einstaka eiginleika, m.a. bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana, hefur jákvæð áhrif á mjólkursykuróþol, styrkir ónæmiskerfið og hefur jákvæð áhrif á ofnæmi.
Í upphafi voru framleiddar tvær bragðtegundir af LGG+ jógúrt, með jarðarberjabragði og með bláberjabragði. Nú bætist við ný bragðtegund, LGG+ jógúrt með vanillubragði.
LGG+ jógúrt er framleidd hjá MS Búðardal.