25.02.2008Sveitapósturinn 2. tbl. 2008
Febrúarblað Sveitapóstsins er komið út.
Þar ræðir Guðbrandur m.a. um skipulag deildafunda og birt er yfirlit yfir fundina sem haldnir verða á tímabilinu 25. feb. - 27. mars. Þá segir hann frá væntanlegum aðalfundi Auðhumlu sem haldinn verður að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd föstudaginn 11. apríl nk. og hefst kl. 13:00. Einnig ræðir hann beingreiðslur o.fl. en töluverð umræða hefur verið undanfarið um styrkjakerfi landbúnaðarins og framtíðarhorfur.
Sagt er frá flutningi á Rannsóknarstofu SAM (áður Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins). Einnig fréttir frá MS Akureyri, þar var met í innvigtun mjólkur á árinu 2007 og töluverðar breytingar framundan í starfseminni á þessu ári.
Bændaviðtalið er við Báru H. Sigurðardóttur á Lyngbrekku í Dalabyggð. Lyngbrekkubúið var afurðahæsta kúabú landsins á síðasta ári, árskýr eru samkvæmt skýrsluhaldi 58,6 og meðalnyt kúnna 7.881 lítri. Óskum við þeim Lyngbrekkubændum til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Hér getur þú nálgast nýjasta Sveitapóstinn og einnig eintök af eldri tölublöðum.