29.04.2008Öllum mjólkurvörum á Austurland nú dreift frá Akureyri
MS Akureyri hefur hafið daglega dreifingu á öllum mjólkurvörum á Austurland í kjölfar þess að pökkun á mjólk hefur verið hætt á Egilsstöðum. Um er að ræða um 1,2 milljónir lítra af neyslumjólk á ári en auk þess er öllum öðrum mjólkurvörum dreift með daglegum ferðum frá Akureyri. Um er að ræða svæðið allt austur til Djúpavogs.
Í kjölfar þessara breytinga er vinnsla MS á Egilsstöðum nú sérhæfð í framleiðslu á rifnum osti en sú vara hefur verið í mikilli sókn á markaðnum á undanförnum árum.