21.10.2008Innvigtun í viku 42
Innvigtun í viku 42 var 2.161.985 lítrar. Um fimmhundruð lítra aukning varð í innvigtun milli vikna, aukningin nemur 0,02%. Sé litið til sömu viku á síðasta ári, þá var innvigtun í viku 42 árið 2007 alls 2.149.060 lítrar. Vikuleg aukning frá fyrra ári er því um 13 þúsund lítrar.
Innvigtun það sem af er árinu 2008 eru 102,8 milljónir lítra, aukning milli almanaksára er um 768 þúsund lítrar eða 0,8%. Vikuleg innvigtun hefur síðustu mánuði verið mjög svipuð og á síðasta ári. Haldi innvigtun áfram að vera svipuð og í fyrra allt til loka ársins, verður innvigtun mjólkur árið 2008 um 125 milljónir lítra.
Yfirlit yfir vikulega innvigtun má nálgast hér.
Yfirlit yfir vikulega innvigtun má nálgast hér.