13.11.2008Breytingar hjá Auðhumlu
Í tengslum við skipulagsbreytingar hjá Mjólkursamsölunni hefur stjórn Auðhumlu ákveðið að skilja rekstur Auðhumlu betur frá rekstri Mjólkursamsölunnar en verið hefur.
Auðhumla flytur alla starfsemi sína að Austurvegi 65 á Selfossi þann 15. nóv n.k. Auðhumla svf. er samvinnufélag bænda og tekur á móti allri mjólk frá framleiðendum og afreiknar til þeirra. Önnur starfsemi er eignarhald, fasteignastarfsemi víðs vegar um landið, útlán til framleiðenda, fjárvarsla, bókhald og fjárreiður þessu tengt. Síðan en ekki síst er haldið utan um félagaskrá og félagsleg málefni.
Forstöðumaður skrifstofunnar er Garðar Eiríksson. Auk hans starfar þar Guðmundur Theodórsson hagfræðingur. Garðar og Guðmundur störfuðu áður hjá Mjólkurbúi Flóamanna og síðan hjá Mjólkursamsölunni ehf. við skyld störf.
Símanúmer og netföng verða sem hér segir:
Garðar Eiríksson 480-1606 gardare@audhumla.is
Guðmundur Theodórsson 480-1608 gth@audhumla.is
Fax 480-1610