18.10.2007Fulltrúráðsfundur Auðhumlu – 23. nóvember 2007
Hefðbundinn haustfundur fulltrúaráðs Auðhumlu verður haldinn þann 23. nóvember næstkomandi að Hótel Loftleiðum og hefst hann kl. 10:30.
Meginefni fundarins að þessu sinni verður stefnumótun fyrir Auðhumlu.
Skipulag fundarins verður svipað og síðasti haustfundur þ.e. fundinum verður skipt í vinnuhópa sem munu ræða og skila niðurstöðum varðandi stefnumótun félagsins til fundarins í heild sinni.