11.02.2009MS- Nýr forstjóri
Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf., hefur verið ráðinn forstjóri Mjólkursamsölunnar ehf. frá og með 1. apríl nk. og tekur hann við starfinu af Magnúsi Ólafssyni, sem að undanförnu hefur bæði gegnt störfum forstjóra MS og Auðhumlu svf., móðurfélags MS. Magnús starfar áfram sem forstjóri Auðhumlu svf.
Þeir munu starfa saman frá 1. apríl til 1. maí er Einar tekur alfarið við sem forstjóri MS. Fráfarandi forstjóri mun verða Einari innan handar um sinn eftir 1. maí.
Einar Sigurðsson er með víðtæka menntun á sviði stjórnmálafræði, fjölmiðlafræði og stjórnunar. Hann er kunnur af störfum sínum við marga fjölmiðla en hann starfaði einnig á annan áratug hjá Flugleiðum.