16.10.2007Aðeins tveir kúabændur hafa hætt á árinu á Suðurlandi
Síðustu ár hefur kúabúum víða á landinu fækkað mikið, t.d. á Suðurlandi. Nú hefur staðan hins vegar gjörbreyst, fáir bændur hætta búskap enda sýna tölurnar að aðeins tveir framleiðendur hafa hætt það sem af er árinu 2007 á Suðurlandi. Fjöldi kúabúa á Suðurlandi eru nú 255. Í Vestur Skaftafellssýslu eru 28 bú, 97 í Rangárvallasýslu og 130 í Árnessýslu. Upplýsingar þessar eru fengnar frá Búnaðarsambandi Suðurlands.
Það þykir gott að vera kúabóndi í dag enda hefur sjaldan eða aldrei verið framleitt eins mikið af mjólk í landinu og það sem af er þessu ári. Á Suðurlandi eru 255 kúabú starfandi.