12.10.2007Mjólkursamsalan séð úr háloftunum
MS á Selfossi hefur látið skera út merki fyrirtækisins á lóð þess rétt við mjólkurbúið. Í merkið er búið að gróðursetja plöntur.
Það var Hermann Ólafsson, landslagsarkitekt hjá Landhönnun á Selfossi, sem hannaði merkið í grasinu.
Hér er um mjög skemmtileg hugmynd að ræða, sem sést vel úr háloftunum eins og sjá má á myndinni, sem Einar Elíasson, flugmaður tók á dögunum.