19.10.2009Uppgjör nýliðins framleiðsluárs
Umframmjólk á nýliðnu framleiðsluári reyndist vera um 10,2 milljónir lítra á félagssvæði Auðhumlu og hefur sjaldan eða aldrei verðið jafnmikil. Við uppgjör framleiðsluársins komu 3.227.744 lítrar til útjöfnunar á svæði Auðhumlu, þar sem þeir voru ónotaðir af viðkomandi greiðslumarkshöfum.
Uppgjör vegna aukaúthlutunar fór fram í lok september og kom til greiðslu með septemberuppgjöri sem greitt var 12. október. Uppgörið fór þannig fram að bakfært var jafnmikið magn lítra sem greiddir hafa verið á umframmjólkurverði og úthlutað var til hvers og eins framleiðanda. Þá var gerður nýr afreikningur fyrir úthlutuðu magni á afurðastöðvarverði. Mismunur bókaðist á viðskiptareikning og greiddist út með uppgjöri septembermánaðar eins og áður sagði.