12.04.2010Fréttir af aðalfundi 2010
Aðalfundur Auðhumlu var haldinn á Hótel KEA föstudaginn 9. apríl 2010. Á fundinn mættu allir 60 fulltrúar eða varamenn sem boðaðir voru til fundarins ásamt stjórn, forstjóra og starfsmönnum. Einnig mættu nokkrir gestir til fundarins. Kynntar voru skýrslur um rekstur Auðhumlu samstæðunnar árið 2009. Margir tóku til máls. Ný stjórn var kjörin en hana skipa, Egill Sigurðsson, Berustöðum, Erlingur Teitsson, Brún, Guðrún Sigurjónsdóttir, Glitstöðum, Birna Þorsteinsdóttir, Reykjum, Jóhannes Torfason, Torfalæk, Jóhannes Ævar Jónsson, Espihóli og Arnar Bjarni Eiríksson, Gunnbjarnarholti. Varamenn eru; Pétur Diðriksson, Helgavatni, Björn Harðarsson, Holti og Stefán Magnússon, Fagraskógi.