16.04.2010Eldgos - mjólkurflutningar
Röskun hefur orðið á mjólkursöfnun undir Eyjafjöllum og þar fyrir austan vegna eldgossins. Í gær voru væntingar um að tækist að koma mjólkurbílum austur yfir Markarfljót til þess að safna en því miður tókst það ekki. Í dag, að morgni föstudagsins 16. apríl fékkst heimild yfirvalda til þess að fara yfir gömlu brúnna á Markarfljóti og er mjólkursöfnun hafið á svæðinu á tíunda tímanum.