10.08.2010Greiðsluþjónustu hætt
Frá og með næstu mánaðarmótum mun Auðhumla ekki lengur annast greiðsluþjónustu fyrir hönd bænda við þriðja aðila, svo sem dýralækna, áburðarsala o.s.frv. . Þeir reikningar sem þegar hefur verið samið um og hafa borist Auðhumlu verða afgreiddir. Auðhumla mun hafa samband við þá þjónustuveitendur sem þetta varðar og láta þá vita af breyttu fyrirkomulagi.
Einar Sigurðsson, forstjóri