08.11.2010Orðsending SAM vegna frírra fitusýra
Nóvember 2010.
Orðsending til mjólkurframleiðenda.
Af gefnu tilefni viljum við minna á að 1. janúar 2011 taka gildi verðskerðingar ákvæði vegna frírra fitusýra (FFS) í mjólk.
Frá og með áramótum verður mjólk verðskert ef faldmeðaltal FFS mánaðar fer yfir 1,1.
Þeir sem hafa verið við efri mörk og þar yfir eru því eindregið hvattir til að vinna tímanlega að lausn málsins og hafa samband við mjólkureftirlitsmann ef þörf er á og leita eftir aðstoð.
Farið hefur verið á alla bæi sem átt hafa í fitusýruvandmálum og víðast hvar náðst árangur.
Mikið hefur því áunnist í þessum efnum en þó er enn eitthvað um að bú séu að lenda upp fyrir mörkin, sérstaklega á vissum árstímum þar sem mjólkurmagn er tímbundið í lágmarki vegna geldingaráhrifa.
Með bestu kveðju,
Mjólkureftirlitsmenn SAM
Kristján Gunnarsson, kristjan@sam.is, s: 892 0397
Gunnar Kjartansson, gunnar@sam.is, s: 861 4772
Hans Egilsson, hans@sam.is, s: 861 4775