23.05.2011Skilaboð vegna eldgoss
Til mjólkurframleiðenda á Suðurlandi frá MS Selfossi.
Þar sem gætt hefur mikillar ösku og ryks, á nær öllu Suðurlandi af völdum eldgoss í Grímsvötnum, eru bændur, að beiðni héraðsdýralæknis, hvattir til að huga vel að frágangi mjólkurtanka með tilliti til þess að ryk komist ekki í mjólkina.
Ennfremur að gæta vel að sjálfu mjólkurhúsinu.