28.03.2014Fullt verð fyrir alla innvegna mjólk 2015
Fullt verð fyrir alla innvegna mjólk 2015!

Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf. lýsti því yfir á aðalfundi Landssambands kúabænda nú rétt í þessu, að félagið muni greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk árið 2015. Þessari yfirlýsingu stjórnarformannsins fögnuðu aðalfundarfulltrúar með dúndrandi lófaklappi, enda er hún mikið fagnaðarefni.
Frétt af naut.is