04.12.2015Mjólkursöfnun - vetraraðstæður
Mjólkursöfnun - vetraraðstæður - áríðandi skilaboð
Sælir ágætu mjólkurframleiðendur.
Nú er vetrarríki á landinu og af því tilefni er áréttað, í ljósi óhappa sem orðið hafa, að nauðsynlegt er að þið skafið heimtraðir og plön, svo mjólkurbílar eigi greiðan aðgang að mjólkurhúsum.
Að öðrum kosti má búast við því að bílum verði snúið við og mjólk ekki sótt.