14.12.2015Aðgangur að Bændavef - nýjar reglur frá 1. janúar 2016
Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 12. desember 2015 eftirfarandi reglur um aðgang að upplýsingum úr afurðakerfi Auðhumlu/bændavef, sem taka gildi frá 1. Janúar 2016.
Allir innleggjendur Auðhumlu hafa aðgang að eigin upplýsingum á lokuðu svæði.
Utanaðkomandi aðilum er ekki veittur aðgangur að upplýsingum framleiðenda nema með upplýstu samþykki viðkomandi.
Óski opinberir aðilar eftir upplýsingum sem þeir eiga rétt á að fá lögum samkvæmt, skal það gert með formlegum hætti til Auðhumlu sem mun þá svara erindinu.
Allar umsóknir er þessi mál varðar skulu berast Auðhumlu svf. Austurvegi 65, 800 Selfossi, sem annast úrvinnslu þeirra.