23.12.2015Mjólkurpósturinn 3.tbl. 2015
Nýr Mjólkurpóstur er kominn út. Í forustugrein fjallar Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar um stöðu mjólkurframleiðslunnar sem er mikil um þessar mundir. Þá gerir hann grein fyrir breytingum á flutningsgjaldi og að lokum fjallar Egill um drög að nýjum búvöusamningi. Margt annað er í blaðinu s.s. nýjar viðmiðanir vegna gæðamjólkur sem taka gildi 1. janúar 2016.
Sérstök athygli framleiðenda er vakin á því að nú geta bændur keypt kálfafóður á heildsöluverði á öllum starfsstöðvum MS. Lágmarkspöntun er 10 pokar. Er hér verið að bregðast við óskum bænda um betra aðgengi að MS kálfafóðri.
Hér má nálgast eintak.