31.12.2015Nýr framkvæmdastjóri Auðhumlu svf.
Stjórn Auðhumlu svf. hefur ráðið Garðar Eiríksson til starfa sem framkvæmdastjóra félagsins frá 1. janúar 2016. Garðar var ráðinn 1. janúar 1996 sem skrifstofu- og fjármálastjóri Mjólkurbús Flóamanna og hefur því starfað í 20 ár hjá Auðhumlu, MS og forverum þeirra. Garðar er giftur Önnu Vilhjálmsdóttur textilkennara hjá Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkeyrar.
Auðhumla svf. er samvinnufélag mjólkurframleiðenda og móðurfélag MS.
Allar nánari upplýsingar gefur Egill Sigurðsson stjórnarformaður Auðhumlu svf. í síma 897 6268