26.02.2016Nýjar reglur um lágmarksmjólk taka gildi frá 1. maí 2016
Tæknin er stöðugt að breytast og nú eru flestir mjólkursöfnunarbílar búnir nýjum afkastamiklum dælum með sjálfvirkum sýnatökubúnaði. Til þess að þessi búnaður vinni eins og til er ætlast og svo unnt verði að taka hann í notkun, þarf lágmarks innvigtun frá framleiðanda að vera 200 ltr. Jafnframt eru nú komnir nokkrir mjólkurkælitankar þar sem ekki verður viðkomið sýnatöku með eldri aðferðum. Því er nauðsyn á því að hækka lágmarksmörk sem sótt eru. Rétt þykir þó að veita aðlögun að þessari breytingu. Breyting þessi tekur gildi frá og með 1. maí 2016.
Mjólk er sótt samkvæmt fyrirfram skipulögðu söfnunarfyrirkomulagi.
Stjórn Auðhumlu svf. hefur ákveðið að mörk lágmarksmjólkur sem sótt er, skuli vera 200 ltr. eftir tvo daga og 300 ltr. eftir þrjá daga.