Um Auðhumlu
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 600 mjólkurframleiðenda um land allt og hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamölunnar ehf. með 85% eignarhlut.
Aðsetur
Austurvegi 65, 800 Selfoss Kennitala 460269-0599 Aðalvsknr. 1585
Framkvæmdastjóri Garðar Eiríksson GSM 892 9069 Netfang: gardare hja audhumla.is
Sími 450 1106
Netfang: audhumla hjá audhumla.is
Auðhumlunafnið
Auðhumla er frumkýrin samkvæmt norrænni goðafræði. Hún varð til þegar frost Niflheims blandaðist eldum Múspellsheims í ginnungagapi. Á sama tíma varð jötunninn Ýmir til og hann nærðist á mjólk Auðhumlu, en úr spenum hennar runnu fjórar mjólkurár. Að sögn nærðist Auðhumla á hrímsteinum sem hún sleikti. Dag einn er hún sleikti hrímsteinana birtist hár manns, þann næsta birtist höfuð og þriðja daginn maðurinn allur. Hann var kallaður Búri og var ættfaðir ásanna.
Hefð fyrir Auðhumlunafninu
Auðhumlunafnið kemur eftir því sem næst verður komist fyrst fram sem heiti á framleiðsluvöru Mjólkursamsölunnar í Reykjavík.
Einnig var nafnið notað af framleiðendum á Eyjafjarðarsvæðinu sem sameinuðust MS árið 2006.
Merki Auðhumlu
Eitt helsta einkennið í merki Auðhumlu er dropinn sem tengir það við mjólkina og dropann í MS-merkinu. Stilkarnir sem standa sinn hvorum megin og mynda að hluta til dropann eru A-in úr heitinu AUÐHUMLA en um leið má sjá „M“ eða fjöll.
Eigendastefna
Eigendastefna Auðhumlu er að selja sem mest af mjólk fyrir ásættanlegt verð.